Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Á annað þúsund kennslumyndbönd

Í fræðslugátt Premis eru á annað þúsund stuttra kennslumyndbanda á ensku um einstök forrit í Office pakkanum, Office 365, og margt fleira. Með henni getur þú veitt þínum starfsmönnum tæki til að eflast í starfi með mjög litlum tilkostnaði.

Helstu kostir

Gengur illa að nýta þá möguleika sem felast í Office 365 pakkanum? Ef svo er, þá er fræðslugáttin eitthvað fyrir þig.

Stutt myndbönd

Fræðslugátt Premis inniheldur á annað þúsund stuttra kennslumyndbanda og hvert þeirra fjallar um afmarkaðann hlut. Þannig getur notandinn á stuttum tíma lært hvernig best er að leysa tiltekið verkefni. 

Einföld en öflug leit

Í forsíðu er einföld og öflug leit þar sem þú finnur það kennslumyndband sem þú þarft á að halda hverju sinni.

Úthlutun fræðsluefnis og eftirlit

Hægt er að úthluta fræðsluefni (mörgum myndböndum raðað saman) á ákveðna notendahópa og setja tímamörk á þann tíma sem notendur hafa til að fara í gegnum fræðsluefnið. Síðan geta stjórnendur fylgst með hvernig notendum gengur að fara í gegnum efnið.

Samfélagsmiðuð nálgun og hvatning

Notendur vinna sér inn stig og ná áföngum eftir því sem þeir lengra komnir í fræðsluefninu. Aðrir notendur sjá hverjir eru að standa sig best og eru allir hvattir þannig til árangurs. Notendur geta einnig deilt áhugaverðum og hjálplegum myndböndum  með  vinnufélögum.

Stuttar prófspurningar

Á milli myndabanda koma stuttar prófspurningar öðru hverju til að tryggja að notendur séu með athyglina á efninu.

Margar leiðir til að efninu

Hægt er að komast í Fræðslugáttina með ýmsum hætti. Til dæmis er hægt að birta flipa í Ribbon í Office forritunum þar sem notendur þurfa mest á því að halda.  

Eykur framleiðni um 1 klst á viku

Með því að kunna vel á þann hugbúnað sem þú ert að vinna í alla daga getur þú aukið framleiðni þína verulega. Samkvæmt könnun telur 90% notenda að fræðslugáttin auki framleiðni þeirra um meira ein 1 klst á viku.

Stuðningsefni

Þegar það á við fylgir  stuðningsefni myndbandinu og getur það verið í formi PDF skjals eða tengla inn á áhugaverðar vefsíður eða öpp.

Þitt eigið efni inn í fræðslugáttina

Þú getur hlaðið eigin efni í fræðslugáttina og nýtt hana þannig til að fræða starfsfólkið um að aðra hluti eins öryggismál eða hvað sem er.

Í beinni

Notendur geta skráð sig inn á fyrirlesta í beinni og geta tekið þátt í þeim, meðal annars með því að spyrja spurninga.

Sífellt vaxandi grunnur

Fræðslugáttin er uppfærð daglega með nýju efni, enda er Microsoft Office 365 í stanslausri þróun.

Tenging við AD og Office Graph

Hægt er að tengja fræðslugáttina við AD og tryggja þannig single sign-on. Þannig er líka tryggt að eingöngu þínir starfsmenn komast í það efni sem er í fræðslugáttinni.

Viltu nánari upplýsingar?

Hringdu í mig eða sendu mér tölvupóst. Ég hef samband um hæl.

Guðmundur Helgi Guðmundsson

Ráðgjafi |

  1. gudmundur@premis.is