Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Tæknivædd hýsing Premis

Hýsingin okkar er rekin í öruggu umhverfi í gagnaverum þar sem ýtrasta öryggis er gætt með takmörkunum á aðgengi sem og stýringu og vöktun á umhverfisþáttum. Við bjóðum hýsingu þar sem kröfur til afkastagetu og/eða rekstraröryggis eru sérstaklega miklar. Þar nýtum við okkur nýjustu tækni. Við bjóðum við upp á hýsingu á flestum hugbúnaðarkerfum, svo sem gagnagrunnskerfum og viðskiptakerfum.

Mikil afkastageta

Hýsingarumhverfi Premis býður upp á mikla afkastagetu netþjóna. Undirliggjandi búnaður er hannaður með það að leiðarljósi. Þurfir þú að hýsa kröfuharðar þjónustur þá er hýsingin okkar rétti staðurinn.

Áreiðanleiki

Hýsingarlausnin er byggð til að tryggja mikinn áreiðanleika þar sem gögnin er skrifuð á tvö aðskilin kerfi samtímis og sólarhringsvöktun er með öllum rekstrarþáttum lausnarinnar. Varaafl og díselrafstöðvar tryggja áframhaldandi keyrslu komi til rafmagnleysis.

Stækkunarmöguleikar

Þú getur vaxið úr fáum GB í fjölda TB án þess að komi til niðritíma eða nokkurra vandræða.

Afritun

Við notum nýjustu tækni til að afrita vélar og gögn og getum endurheimt stórar sýndarvélar á fáum sekúndum. Við vinnum með þér í að skilgreina þínar kröfur í afritun og endurheimt og byggjum upp afritunaráætlun í samræmi við það.

Rekstur netþjóna

Við sjáum um rekstur stýrikerfis á vélbúnaði og annan hugbúnað sem lítur að rekstri á stýrikerfum. Þetta eru til dæmis prófanir og innkeyrsla á öryggisplástrum, öryggisuppfærslum, nýjum útgáfum og endurbætum.

Eftirlit

Við erum með margar eftirlitslausnir til að fylgjast með ólíkum hlutum í heildarhýsingarumhverfinu til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka óskipulegan niðritíma. Þessi kerfi notum við til þess að greina og bregðast við truflunum áður en skaðinn er skeður.

Viltu nánari upplýsingar?

Hringdu í mig eða sendu mér tölvupóst. Við finnum tíma fyrir fund og förum yfir málin.

|