Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Við getum aðstoðað þig !

Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf við meta hvaða þjónustur/kerfi hentar að færa upp í skýið og spara þannig kaup og rekstur á búnað. Til þess notum við ákveðin greiningartól við að greina hvernig þessar þjónustur/kerfi keyra í núverandi umhverfi og meta hvernig þær myndu keyra með sama hætti í skýinu. Þannig getum við líka áætlað mánaðarlegan kostnað. Við aðstoðum síðan viðskiptavini við sjálfan flutning þjónustunnar upp í skýið.

Hagkvæmni stærðarinnar

Stóru skýjaþjónustufyrirtækin keyra hundruðir þúsunda netþjóna í tugum gagnavera út um allan heim. Það er alveg ljóst að stærðarhagkvæmnin er gríðarleg og þau geta því boðið verð sem er langt undir þeim kostnaði sem fyrirtæki hér á landi þurfa að leggja út í rekstri á eigin umhverfum.

Sívaxandi umhverfi

Skýjaþjónustur eins og Azure eða AWS eru sífellt að bjóða fleiri og fleiri möguleika sem fyrirtæki geta nýtt sér. Þannig geta fyrirtæki lækkað kostnað enn frekar og jafnvel þróað nýjar vörur og þjónustu útfrá þeim möguleikum sem þar skapast.

Sveigjanleiki

Þú getur vaxið og dregið saman eftir þörfum, og ekki bara á milli mánaða, heldur jafnvel innan dagsins. Þannig greiðir þú bara fyrir það sem þú þarft hverju sinni. Og skalanleikinn er endalaus þannig að þú getur vaxið án nokkurra tæknilegra vandkvæða.

Öryggismálin í öndvegi

Rekstraröryggi, trúnaður og gagnsæi þjónustunnar eru þeir þrír þættir sem öryggismálin ganga út á. Stórir skýjaþjónustuaðilar eyða tugum milljarða dollara í öryggismálin hjá sér á hverju ári, enda er allt undir hjá þeim.

Office 365

Við hjá PREMIS höfum mikla reynslu og þekkingu Office 365 og getum aðstoðað þig við að velja hagkvæmustu leiðina. Við höfum innleitt Office 365 hjá á annað hundrað fyrirtækjum og stofnunum.Okkar áherslur núna liggja í að hjálpa fyrirtækjum að nýta þá möguleika sem liggja í Office 365 til að auka framleiðni og auðvelda samskipti.

Viltu nánari upplýsingar?

Hringdu í mig eða sendu mér tölvupóst. Ég svara um hæl.

|