Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Gæðastjórnun (ISO 9001)

Stjórnkerfi gæðakerfis (ISO 9001) er aðferðafræði til að stýra gæðamálum fyrirtækisins/stofnunarinnar með það fyrir augum að styðja við viðskiptaleg markmið. Kerfið nær yfir alla þætti gæðastjórnunar, samskipta, mannauðsstjórnunar og þjálfunar starfsmanna og byggir á skýrum stefnum og verklagsreglum.

Helstu markmið með innleiðingu gæðakerfis eru:

Gæðakerfi - Markmið

Aukin skilvirkni

Stofnanir/fyrirtæki sem fara í gegnum ISO -9001 vottunarferli hafa það markmið að hámarka skilvirkni og gæði ferla sinna. Sem hluti af ferlinu eru skilgreindir verkferlar fyrir alla starfsmenn að fylgja. Þetta þýðir að þegar koma upp vandamál verður úrlausn þeirra mála mun skilvirkari, tekur minni tíma og kostar minni fjárútlát.

Meiri starfsánægja

Starfsmenn þurfa hvatningu og að vera ánægðir í sínum störfum. Klár og ljós starfshlutverk, ábyrgð stjórnenda, þjálfunarnámskeið og skilningur starfsmanna á því hvernig þeirra störf hafa áhrif á gæði og árangur stofnunarinnar/fyrirtækisins í því að sinna hlutverki sínu. Allt þetta er mikilvægt í að byggja upp gott samband milli starfsmanna og stjórnenda. Það er almenn skynsemi að halda í gott starfsfólk í stað þess að endurráða og endurþjálfa sífellt nýtt starfsfólk.

Alþjóðleg viðurkenning

ISO - 9001 er alþjóðlega viðurkenndur staðall við gæðastjórnun, sem gerir viðkomandi stofnun/fyrirtæki mun trúverðugri í alþjóðasamstarfi. Þetta einfaldar einnig samskipti við innlenda og erlenda birgja því allir eru að tala sama tungumál varðandi innkaupaferla og aðra ferla.

Aukin skilvirkni í ferlum

Það eru tækifæri til endurbóta byggð inn í kerfið. Þegar farið er í gegnum alla ferla þá koma óhjákvæmlega upp tækifæri til endurbóta út frá þeim staðreyndum sem liggja fyrir. Þetta er kerfisbundið og vandlega undirbúið ferli sem gæti tryggt að ávallt séu teknar réttar ákvarðanir varðandi starfsemina og útloka kostnaðarsöm mistök.

Gæðakerfi - innleiðing

Stöðumat - taka stöðu á núverandi ástandi gæðakerfis gagnvart almennum þáttum ISO 9001 og öðlast skilning á bilinu milli núverandi og óskað ástands. Stöðumat er lykilatriði í úrbótaáætlun og fyrsta skrefið í því ferli að koma upp vottuðu gæðakerfi samkvæmt ISO 9001.

Verkefnisáætlun - Vegvísir sem skilgreinir verkefni, nálgun og ábyrgð sem nauðsynleg er til að takast á við skilgreind úrbótaverkefni á þeim tíma sem þarf til að ná fram markmiðum verkefnisins , þ.m.t vottun.

Gildissvið - Gildissviðið er mikilvægt fyrir árangursríka ISO 9001 vottun. Gildissviðið þarf að vera nógu breitt til að tryggja að það muni nægja öllum helstu hagsmunaaðilum (viðskiptavinum, hluthöfum, starfsmönnum, birgjum) en nægjanlega þröngt til þess að tryggja að vottunarferlið sé viðráðanlegt.

Stefna um gæðastjórnun - Viðfang og nálgun - ákvarða ákjósanlegustu nálgun við þróun gæðakerfis í ljósi atvinnugreinar, hlíti við lög og reglur og kröfur til vottunar.

Áhættumat - áhættumat er grundvallaratriðið í ISO 9001.

Áætlun um áhættumeðferð - Í áhættumeðferð skilgreinum við ISO 9001 eftirlitsþætti, stöðu þeirra og virkni, til að meðhöndla (draga úr ) áhættu niður í það stig sem er talið ásættanlegt af stjórnendum.

Úrbótaaðstoð /stuðningur - Þegar liggur fyrir hverju þarf að bæta úr er það oftast verkefni starfsmanna viðkomandi fyrirtækis/stofnunar að vinna að þeim breytingum. Við getum hins vegar einnig aðstoðað við þá vinnu með notkun staðlaðra skjala, að yfirfæra þekkingu til réttra aðila , þróun þekkingar á ISO 9001 innanhúss og þekkingar á skipulagi gæðakerfa. Markmið okkar er að til verði lykilstarfmenn sem verða "hagsmunaaðilar" í framtíðar eftirlitsumhverfi og koma í veg fyrir að fyrirtækið/stofnuninn verði of mikið háð þriðja aðila um starfrækslu gæðakerfisins til frambúðar.

Mælingar - mælingar og mæligildi eru mikilvæg fyrir bestu framkvæmd gæðakerfis, þar sem mælingar eru sönnun þess að kerfið sé virkt ásamt því að sýna fram á stöðugar umbætur kerfisins. Þessi þjónusta leggur áherslu á að einfalda ferlið við að mæla , tilkynna og bæta úr þar með að sýna fram á kerfisbundið ferli fyrir skilvirkni gæðakerfisins.

Stuðningur við stefnu, staðla og málsmeðferð - skriflegar stefnur, verklagsreglur og málsmeðferð er nauðsynlegur þáttur hvers ferlis sem eru hluti af QMS. Skjölun QMS er sem sagt grundvallarþáttur QMS, en þessi þættir eru einnig einn flóknasti hluti innleiðingar. Þetta stafar að miklu leiti af alhliða og fjölbreyttu eðli slíkra skjala. Þessi skjöl þarf svo að setja upp á innri vef með aðgangstýringum, útgáfustjórnun og aðgerðaskrám um breytingar og samþykktarferli.

Innri úttektir - hluti af ISO 9001 innleiðingu og svo í framhaldi vottun, er krafa um að framkvæma innri úttektir til að ákvarða hvort eftirlitsmarkmið ,eftirlit, ferli og verklagsreglur QMS séu :

  • í samræmi við kröfur ISO 9001 og viðeigandi löggjöf eða reglugerðir
  • í samræmi við skilgreind markmið varðandi gæðakerfi
  • sé framfylgt og viðhaldið og ;
  • framkvæmd sé eins og búist var við

Stuðningur við vottun - Ráðgjafar Premis hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki þegar kemur að vottun. Það hefur reynst vel að hafa ráðgjafa á vottunarfundum sem sérstakan fulltrúa með það fyrir augum að gera vottunarferlið skilvirkt. Þetta einfaldar ferlið og dregur úr áhættu á að ósamræmi komi upp á vottunarfundum.

Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar um ráðgjöf vegna innleiðingar gæðakerfis þá getur þú haft samband með því senda okkur póst á gudjonvidar@premis.is