Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Samfélagsmiðaður innri vefur

Auðveldar samskipti og skýrara upplýsingaflæði

Innri vefir þurfa ekki að vera leiðinlegir vefir sem starfsfólk nennir ekki inn á. Við viljum hafa þetta skemmtilegt. Við viljum að starfsfólk hafi rödd í því samfélagi sem vinnustaðurinn er - í sambland við mikilvægar upplýsingar og ferla sem starfsfólk þarf aðgang að. Við þekkjum öll hressu týpuna í fyrirtækinu, nú gefst henni tækifæri að deila sínum hressleika með öðrum starfsmönnum.

Hægt að aðgangsstýra öllum einingum

Einn vefur en þó ekki eins fyrir alla sem inn á hann koma. Það er hægt að aðgangsstýra öllum einingum þannig að hver og einn sér aðeins í það sem honum er ætlað að sjá.

Innri vefur sem uppfyllir allar væntingar

Það getur verið erfitt að sameina allar þarfir starfsmanna á einn stað, en okkur hefur tekist það!

Innri vefurinn okkar er skrifaður af okkur og byggir á grunni sem hefur verið í stöðugri þróun frá 2008. Hægt er að tengjast starfsmannakerfum og kalla á upplýsingar þaðan svo ekki þarf að halda utan um starfsmannamál á tveimur stöðum.

Tímalína

Veggurinn heldur utan um dags daglega upplýsingagjöf til starfsfólksins. 

Hægt að "Like-a"

Hægt er að gera "Like" á færslur í tímalínunni, myndir, myndasöfn eða viðburði.

Viðburðakerfi

Allir viðburðir og námskeið sem starfsfólkinu stendur til boða á einum stað. Einnig er hægt að aðgangsstýra viðburðum, skráningarkerfi á viðburði o.fl.

Athugasemdir eða Comment

Hægt að skrifa athugasemdir á tímalínuna við myndir eða myndasöfn og á viðburði.

Símaskrá

Innri símaskrá starfsmanna með upplýsingum sem að starfsfólkið getur sjálft fyllt út og sett inn frekari upplýsingar um sig fyrir samstarfsfólk.

Tenging við starfsmannakerfi

Við beintengjum kerfið við starfmannakerfið þitt. Hægt er að stýra aðgangi starfsmanns þaðan. 

Matseðill og skráning í mat

Innri vefurinn bíður upp á kerfi þar sem auðveldlega er hægt að skrá sig í mat svo að eldhúsið viti fyrirfram hve mörgum á að gera ráð fyrir. 

Myndagallerý

Hægt er að geyma allar myndir frá starfsmannaskemmtunum, vinnustaðauppákomum eða fræðslu á einum stað og aðgangsstýra því hver fær að sjá hvert albúm. 

Námskeiðskerfi

Námskeiðskerfið Amon gagnast vel þeim sem þurfa að halda utan um námskeið starfsfólks. 

Snjallvefur

Innri vefurinn okkar virkar í öllum snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Þannig getur þinn starfsmaður alltaf verið upplýstur. 

Hópakerfi

Hægt er að stofna hópasvæði fyrir sameiginleg áhugamál starfsfólksins, svo sem hlaupahópinn, bjóráhugafólkið eða fjallgönguhópinn.

Þekkingagrunnur

Hér er hægt að safna saman allri þekkingu á einn stað sem oft á tíðum er geymd á víð og dreifum fyrirtækið og þar með talið í hausnum á sessunautinum.

Afmæli og gefa gjöf

Þegar stór afmæli eru innan fyrirtækisins er hægt að gefa gjöf með því að smella á einn hnapp. Ef kerfið er tengt við launakerfið er hægt að láta draga upphæðina frá launum sjálfkrafa.

Nokkur stór fyrirtæki nota innri vefinn okkar með góðum árangri. Má þar nefna N1, Lyfju, HR, Airport Associates og 66°.

Má bjóða þér í kaffi?

Hafðu samband

Ef þitt fyrirtæki er að leita að sameiginlegum vettvang fyrir sitt starfsfólk þá er upplagt að hitta okkur í kaffi og ræða málin

Guðmundur Helgi Guðmundsson

Ráðgjafi |

  1. gudmundur@premis.is