Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Fagleg ráðgjöf og samkeppnishæf verð

Okkar leiðarljós er að veita faglega ráðgjöf og góða þjónustu, auk þess að tryggja samkeppnishæf verð.

Við bjóðum okkar viðskiptavinum hugbúnaðarsamninga frá Microsoft og ýmsar lausnir til reksturs tölvukerfa, s.s. öryggislausnir, vöktunarlausnir, afritunarlausnir, lausnir fyrir þjónustuborð og margt, margt fleira.

Lausnir til að auðvelda kerfisrekstur

Við bjóðum fjölmargar lausnir sem auðvelda rekstur tölvukerfa. Fjöldi stórra fyrirtækja og stofnana hér á landi eru að nýta sér lausnirnar í dag og styður Premis við bakið á þeim í notkun og rekstri á þeim.

Office 365

PREMIS er á heimavelli þegar kemur að Office 365. Við höfum mikla reynslu og þekkingu í Office 365 leyfismálum og getum aðstoðað þig við að velja hagkvæmustu leiðina. Við höfum innleitt Office 365 hjá á annað hundrað fyrirtækjum og stofnunum.Okkar áherslur núna liggja í að hjálpa fyrirtækjum að nýta þá möguleika sem liggja í Office 365 til að auka framleiðni og auðvelda samskipti.

Fræðslugátt Premis fyrir Office 365

Í fræðslugátt Premis eru á annað þúsund stuttra kennslumyndbanda á ensku um einstök forrit í Office pakkanum, Office 365, og margt fleira. Þannig getur þú veitt þínum starfsmönnum tæki til að eflast í starfi með mjög litlum tilkostnaði. Rétt er að benda á að Fræðslugáttin er innifalin í Þjónustu með yfirýn.

Microsoft hugbúnaðarsamningar

Við höfum reynslumikla sérfræðinga sem geta framkvæmt úttektir á leyfismálum þíns fyrirtækis og veitt ráðgjöf varðandi bestu leiðir í leyfismálum. Í dag sjáum við um leyfismálin fyrir um 150 fyrirtæki og stofnanir. Premis er með gull vottun frá Microsoft sem Small and Midsize Cloud Solutions Provider.

Hafðu samband og við förum yfir þetta saman.

|