Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Kennslu- og námskeiðskerfi fyrir fyrirtæki

Amon er ætlað að auðvelda þeim sem koma að fræðslumálum starfsmanna að ná til starfsfólksins og halda utan um fræðslu þeirra.

Auðveld leið til þess að upplýsa og fræða

Amon er kerfi sem heldur utan um námskeið og fræðslu á vinnustaðnum. Þar er hægt að taka próf og fylgjast með niðurstöðum prófa. Amon er ætlað að auðvelda starfsmannasviðum og deildum og öðrum þeim sem koma að utanumhaldi í starfsmannamálum að ná til starfsfólksins. Það á sérstaklega við í dreifðri starfsemi þar sem erfitt getur verið að hafa sömu kynningar fyrir alla starfsmenn. 

Eiginleikar Amon

Námskeiðskerfið okkar er einstaklega einfalt

Tengist starfamannagrunni

Hægt er að beintengja Amon við starfsmannagrunninn. Þannig eru allar starfsmannaupplýsingar alltaf réttar inn í kerfinu. 

Námskeið og fræðsla

Hægt er að setja öll námskeið og alla fræðslu sem starfsfólk þarf að taka innan vinnustaðarins inn á Amon. Þannig er hægt að stilla það hvenær er opið og hvenær lokað fyrir ákveðin námskeið. 

Tekur próf beint á netinu

Amon er þannig sett upp að starfsfólk getur tekið próf beint á netinu og fengið svar til baka strax hvort það hafi staðist prófið eða ekki. Ef ekki þá opnast prófið aftur eftir smá stund og hægt er að reyna aftur. 

Aðgengilegt hvar og hvenær sem er

Amon námskeiðskerfið er aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Þannig getur starfsmaður alltaf tekið próf eða lesið sér til um vinnuna á sínum tíma. Hann getur líka valið hvort hann fer yfir efnið í tölvunni eða í símanum sínum. 

Hægt að stilla svarhlutfallið

Hægt er að stilla hvert svarhlutfallið á að vera í hverju prófi fyrir sig. Stundum er nóg að starfsfólk kunni 50% af efninu en stundum þarf það að kunna 90% til þess að ná. 

Horfir á efni

Það er ekkert leiðinlegra heldur en að sitja í kennslustofu í vinnunni í nokkra klukkutíma og horfa á einhvern þylja upp texta af glærum. Þess vegna er Amon þannig gerður að hægt er að spila myndbönd þar og síðan að svara nokkrum spurningum í restina. 

Mismunandi efni fyrir mismunandi deildir

Amon er aðgangsstýrt kerfi. Því þurfa ekki allir að sjá sama efnið, kynningar eða próf, heldur er hægt að stilla það hvaða deildir eða starfsfólk þarf á námskeiði að halda hverju sinni. 

Hægt að stilla hverjar eru lykilspurningar

Það eru ekki alltaf allar spurningar jafn mikilvægar. Þess vegna getur þú stillt það í kerfinu hvaða lykilspurningum starfsmaður þarf að svara rétt til að standast prófið.

Viltu nánari upplýsingar?

Endilega hafðu samband og við förum yfir það hvort Amon sé ekki einmitt sá hugbúnaður sem þið hafið verið að leita að.

Guðmundur Helgi Guðmundsson

Ráðgjafi |

  1. gudmundur@premis.is