Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Við leitum ávallt að skynsamlegustu leiðunum fyrir þig

Við leggjum mikla áhersla á að viðskiptavinir nýti sér hagkvæmni skýjalausna þegar það á við, en noti hefðbundna hýsingarþjónustu þegar skýjalausnir mæta ekki þeim kröfur sem settar eru.

Hýsing tölvukerfa

Hýsingin okkar er rekin í öruggu umhverfi í gagnaverum þar sem ýtrasta öryggis er gætt með takmörkunum á aðgengi sem og stýringu og vöktun á umhverfisþáttum. Við bjóðum bæði hagkvæma hýsingarmöguleika sem og hýsingu þar sem kröfur til afkastagetu og/eða rekstraröryggis er sérstaklega mikið. Við bjóðum við upp á hýsingu á flestum hugbúnaðarkerfum, svo sem tölvupóstkerfum, gagnagrunnskerfum og viðskiptakerfum.

Skýjaþjónusta

Skýjaþjónustur gefa fyrirtækjum mikil tækifæri til hagræðingar og möguleika til að byggja upp bæði spennandi starfsumhverfi og í sumum tilfellum möguleika til að þróa framtíðar vöru- og þjónustuframboð sitt. Hér erum við á heimavelli enda höfum aðstoðað yfir 190 fyrirtæki og stofnanir við að nýta sér skýjaþjónustu Microsoft. Premis er GOLD Small and Midsize Cloud Solution Partner.

Vefhýsing og tölvupóstþjónusta

Við erum annar stærsti vefhýsingaraðili landsins með yfir 1500 viðskiptavini í vefhýsingu. Vefhýsingin er rekin í öruggu umhverfi í ISO 27001 vottuðum gagnaverum. Við leggjum áherslu á örugga vistun, lág verð og val um þjónustustig,

Afritunarþjónusta

Við afritum netþjóna og útstöðvar yfir netið með nýjustu tækni. Afrit er tekið daglega og flutt yfir í gagnaver. Möguleiki er að eiga afrit á staðnum líka til að hraða endurheimt ef um gagnatap er að ræða. Öll afrit eru dulkóðuð.Við bjóðum líka upp á mjög ódýra skjalaafritun á útstöðvum.