Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Innleiðingarráðgjöf fyrir Jafnlaunakerfi

Ráðgjafar Premis ehf hafa innleitt jafnlaunakerfi hjá fjölda fyrirtækja og stofnanna með góðum árangri. Við höfum því mikla reynslu af gerð starfaflokkunar og launagreininga en sá verkþáttur hefur oft verið afgerandi í því ferli að stjórnendur skilji hvernig jafnlaunakerfi virkar. Jafnlaunastaðalinn gerir einnig ráð fyrir því að öll meginferli séu skjalfest, að til sé Jafnréttisáætlun og Jafnlaunastefna með tilteknum markmiðum og leiðum til að ná þeim markmiðum. 

Helstu atriði við innleiðningu Jafnlaunavottunar eru :

  • Gerð verkefnisáætlunar
  • Rýna og samþykkja kerfisskjöl
  • Yfirfara starfaflokkun og viðmið
  • Framkvæma launagreiningu
  • Mælingar, forvarnir og úrbætur
  • Yfirfara skjalastjórnun og skjalastýringar
  • Innri úttektir , mælingar og frábrigðaskráning
  • Fræðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur 

Innleiðingarráðgjöf fyrir Jafnlaunavottun

Aðstoð við innleiðingu jafnlaunakerfis felur í sér að setja upp verkefnaáætlun og skipuleggja verkefnið. Öll kerfisskjöl eru yfirfarin og aðlöguð að skipuriti og stjórnskipulagi fyrirtækisins/stofnunarinnar en eftir það er haldið stutt námskeið fyrir stjórnendur.

Ráðgjafar Premis ehf munu í samráði við tilgreindan tengilið hjá fyrirtækinu/stofnuninni, yfirfara starfaflokkun og viðmið með launadeild og stjórnendum sé talin þörf á því. Því næst framkvæma ráðgjafar Premis launagreiningu út frá gögnum úr launakerfi.

Jafnlaunastaðallinn gerir ráð fyrir tilgreindu kerfi við skjalastjórnun, samþykktarferli skjala, rýni, endurskoðun og málalyklum. Þetta þarf að yfirfara og meta þörf fyrir endurbætur. Á lokaskrefum innleiðingar munu ráðgjafar Premis framkvæma innri úttektir, skoða og setja upp, mælingar og frábrigðaskráningar ásamt úrbótaáætlun. Premis getur einnig aðstoðað við vottun með því að sitja vottunarfundi bæði í forúttekt og lokaúttekt.

Við getum einnig veitt ráðgjöf varðandi skjalavistun , gerð starfslýsinga, persónuvernd og upplýsingaöryggismál. 

Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar um ráðgjöf vegna innleiðingarJafnlaunavottunar þá getur þú haft samband með því senda okkur póst á gudjonvidar@premis.is