Auðvelda leiðin til að vinna í Sharepoint Online
Auðvelda leiðin til að vinna í Sharepoint Online
Sharepoint Online í Office 365 býður upp á mikla möguleika til leysa ýmsar þarfir fyrirtækja. En það kemur tiltölulega hrátt frá þeim og krefst oftast aðlögunar sérfræðinga til að það nýtist fyrirtækjum vel. SimplySo fyrir Office 365 er hinsvegar tilbúin lausn á frábæru verði sem kemur ofan á Sharepoint Online með einfalt og þægilegt notendaviðmót. Þú og þínir starfsmenn getið byrjað að nota Sharepoint strax á morgun.
Aðgengilegt og þægilegt
SimplySo fyrir Office 365
kemur ofan á Sharepoint Online með einfalt og þægilegt notendaviðmót. sem passar í öll tæki. Þar getur þú á einum stað haft yfirsýn yfir öll þau skjöl sem þú hefur aðgang að og átt samskipti inn á hópsíðum. Einnig er aðgengi að tölvupósti, tengiliðum og dagbók.
Notendaviðmót sem þú þekkir
Skjalasafnið í SimplySo er með hinn þekkta möppustrúktur þar sem þú getur dregið og sleppt skjölum eða heilum möppum á milli staða eftir þörfum. Hægt er að vinna með skjöl í viðkomandi Office hugbúnaði á tækinu sjálfu eða í vafra útgáfunni, og geta margir verið að vinna í sama skjalinu í einu.
Allt á einum stað
Hver hópsíða fær vegg fyrir samskipti þar sem þú getur skráð ummæli og bætt við myndum og skjölum. Í sama viðmóti ertu með aðgang að Onedrive, tölvupóst, tengiliðum og dagbók.
Leitin nýtir kosti Delve í Office 365
Leitin nýtir kosti Delve til að birta þau skjöl sem þú líklegast þarft að nota. Hægt er að leita í öllu efni sem notandinn hefur aðgang að í sharepoint og Onedrive s.s. skjölum, ummælum, vinnuhópum og notendum og leitarniðurstöður birtar á aðgengilegan hátt.
Viðmót fyrir öll tæki
Viðmótið er hannað fyrir öll tæki og því eykur þetta möguleika þeirra sem eru á ferðinni til að vinna með gögn, setja inn ummæli og taka þátt í samskiptum á hópsíðum.
Hvað þarf til?
Öryggismál
Viltu nánari upplýsingar?
Hafðu samband við mig og við förum yfir þetta saman.