Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Hvernig lítur þú út á netinu?

Nýlega hélt Díana Dögg, deildarstjóri vef- og hugbúnaðardeilarinnar hjá okkur, fyrirlestur fyrir viðskiðtavini Morgunblaðsins sem bar nafnið „Hvernig lítur þú út á netinu“. Hún fór þar yfir það hvernig er best fyrir fyrirtæki að hugsa vefinn sinn frá upphafi. Það verður að marka stefnu fyrir vefinn, hvað er vefnum þínum ætlað að gera? Um leið og stefnan er komin þá er auðveldara að viðhalda vefnum, segir Díana Dögg.

„Það er algengur misskilingur að allir fari fyrist inn á vefinn þinn í gegnum forsíðuna. Þær leiðir sem viðskiptavinurinn notar eru oft á tíðum þannig að hann smellir á auglýsingu eða sér link einhvernstaða og fer þaðan inn á síðuna þína eða hann googlar það sem hann vantar og lendir þannig á þinni síðu. Þar að leiðandi þarf að huga vel að lendingarsíðunum á vefnum þínu þ.e. þeim síðum sem verið er að vísa í á vefnum".

Díana Dögg tók þar nokkur dæmi um auglýsingar sem eru á vefmiðlum í dag og eru ekki að vísa á þá vöru sem verið er að auglýsa, varan eða þjónustan er ekki á vefnum eða linkur jafnvel brotin þar sem verið er að vísa á.

„Þegar verið er að hrinda af stað auglýsingaherferð er mikilvægt að hugsa ferli viðskiptavinarins alla leið. Ekki bara kaupa heilsíðu í blaði og spá síðan ekkert í því hvernig viðskiðptavinurinn nálgast vöruna. Vefuinn er eiginlega rafrænt heimilisfang fyrirtækisins þíns“, segir Díana Dögg.