Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Nýtt útlit á Corrian

Danski miðill­inn Politiken til­eink­ar forsíðu sína Íslandi í morg­un, fyr­ir fyrsta leik karla­landsliðsins á Evr­ópu­mót­inu í knatt­spyrnu. „Áfram Ísland,“ seg­ir á forsíðunni ásamt kraft­mik­illi mynd frá gos­inu í Eyja­fjalla­jökli.

Þá birt­ist á vef miðils­ins ít­ar­leg grein með fyr­ir­sögn­inni: „Menn grétu þegar Ísland komst á EM,“ þar sem grein­ar­höf­und­ur rifjar upp augna­blikið þegar Ísland tryggði sæti sitt í loka­keppn­inni síðasta haust.

„Full­vaxn­ir og fullskeggjaðir karl­menn grétu ósvikn­um tár­um. Ára­tuga­lang­ur draum­ur var orðinn að veru­leika,“ seg­ir meðal ann­ars í grein­inni sem fjall­ar um upp­gang landsliðsins og lesa má HÉR